top of page

Sig  (Sigrún Guðmundsdóttir) 19.10.2012

 ,,​Mér fannst ég einfaldlega þurfa að gera performance'' segir Sigrún oft þegar hún lýsir aðstæðum,  hvort sem það er á ferðalagi á Flúðum þar sem hún bjó, eða á kaffihúsi í Reykjavík.  Þið skiljið hvað hún á við... þið lendið í þessu er það ekki?

Sigrún gerir ekki skýran greinamun á list og lífi og á tíðum virðist líf hennar vera einn alsherjar gjörningur. Hún brestur í performance... og þarf að gera það reglulega.

Gjörningurinn var vettvangur fyrir Sig, sem er listamannanafn Sigrúnar, til að losa orku úr læðingi. Verkið er framhald af öðurm gjörningi sem hún gerði í Edinborg í Skotlandi, í maí 2011. Þaðan voru myndirnar í rammanum. Sig var í sínu fínasta pússi og hafði meðferðis rauð epli. Ef eitthvað er, þá vísar Sig til Evu og erfðasyndarinnar, en hún gætir þess að skilja eftir sem mest hugsanarými fyrir áhorfendur. 

 

Þegar ég fylgdist með gjörningi Sig þetta kvöld fann ég að hún er að þessu fyrir sjálfa sig. Fyrir henni virðist listin hugleiðsla, þar sem hún nær að tengjast sjálfri sér, listinni, og umhverfinu... og .. einhverjum innri og ytri krafti. Ég hugsa þetta sama þegar ég sé hvítklædda karlmenn koma út úr moskum, eða hindúa fara með trúarbæn í heimahofinu sínu. Þá finnst mér fylgja þeim sama tilfinningin og þegar ég fer í sund - endurnærð á líkama og sál. Þessi sama endurnæring fannst mér umlykja Sig.  

 

 

 

 

Nánari upplýsingar um listakonuna á heimasíðu hennar   sigr.wordpress.com

 

 

 ,,I simply felt I had to perform'' Sigrún often says when she discribes a situation, wheather that being on a trip to Flúðir where she lived, or at a café in Reykjavík. You know what she means -  it happenes to you too... right? 

Sigrún does not fully distinguish life from art, and sometimes her life appears to be one complete performance. She bursts into performance... and has to do so regularly.

The performace was a scene for Sig, which is Sigrún's artist name, to release this energy. The work is a sequence of previous performance in Edinburgh , Scotland, in May 2011.Thats where the photographs in the frame come from. Sig dressed up, and brought red apples. If anything,  Sig recites the story of Eve and the original sin , but she guarantees that there will be enough thought-space for the audience. 

 

When I followed Sig's performance that night,  I sensed that she was doing this for herself. For her, art is a meditation, where she connects to herself,  art and her environment... and some inner and outer forces. I have experienced this same feeling when passing white-dressed men coming out of mosques. and hindus preying a pooja at their home temple. This is again the same feeling I get when I go to the pool - refreshed spiritually and physically. This feeling of refreshment surrounded Sig during her performance.

  

 

 

 

Further information about the artist on her homepage:  sigr.wordpress.com

 

bottom of page